top of page
  • Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Orkumólikúlið ATP, ???

Til alls þurfum við orkumólikúlið adenosine þrífosfat=ATP. Ef við hreyfum okkur, hugsum, tölum, bara hvað sem er þá þurfum við ATP. Á hverjum degi framleiðum við ca. líkamsþyngd okkar af ATP. Birgðageymsla er takmörkuð, við getum geymt ca. 40 gr af því. En notum sem sé tugi kílóa á dag. Framleiðslan er því stöðug. Við endurvinnum hvert ATP mólekúl ca. 1400 sinnum á hverjum degi. Ég framleiði og eyði t.d. 81 kg á hverjum degi af ATP. Við framleiðum ATP með niðurbroti kolvetna og fitu, þ.e. sundrunarferli (frálífun/catabolism), stundum líka úr próteinum en frekar eru þau notuð til uppbyggingar, þ.e. nýmyndunarferli (aðlífun/anabolism). Catabolism+anabolism=metabolism =frálífun+aðlífun=efnaskipti líkamans. Líkaminn myndar ATP með þrennum hætti: 1. ATP-PC, PC getur orðið ATP, fljóttekin orka en lítil. 10 sek 2. Loftfirrt sykrurof (anaerobic glýkólýsa), gerjun glúkósa í mjólkursýru og svo í laktat, myndar ATP. þetta er loftfirrt frumuöndun sem sundrar efnum ekki niður í vatn og co2 eins og gerist við bruna (með oxun/súrefni). Því verður ekki til eins mikil orka og gerist í bruna þegar sameindum er alveg tvístrað í co2 og vatn. Hins vegar myndar líkaminn endurnýtingarhring (Mjólkursýruhringurinn, Cory-hringurinn), sbr. það sem áður hefur verið sagt um hann. Glúkósi-laktat-glúkósi-laktat etc. 3. Rafeindaberakeðjan og ildisháð fosfórýlering (loftháð frumuöndun eða bruni). Tvístrar efnum niður í lokaafurðirnar koltvíoxið og vatn. Við brunann fáum við hámarksorku, hámark af ATP. Rafeindaberakeðjan er magnað fyrirbæri. Líkaminn breytist í kjarnakljúf sem pumpar rafeindum og prótonum og framleiðir með því orku, ATP í stórum stíl. Það er ekkert undarlegt þó menn horfi til lífefnafræðinnar t.d. hvað varðar byltingar í geymslu orku, þ.e. lífrænt batterí. Líkaminn getur geymt töluvert af orku í fitu, lítið af kolvetnum en næstum ekkert af hreinu orkumólikúlinu sjálfu ATP. Lífræn orkuframleiðsla er hins vegar einfaldlega tilkomumikil.

66 views0 comments
bottom of page