top of page

Umferðarslys

Ef skráningarskylt ökutæki kemur við sögu í slysi,  eins og t.d. bifreið,  snjósleði, fjórhjól eða mótorhjól,  þá eru hagsmunir tjónþola venjulega vel tryggðir og fær tjónþoli fullar bætur hvort sem hann er gangandi vegfarandi, farþegi eða ökumaður.    Skiptir þá jafnvel ekki máli þó ökumaður sé í órétti eins og það er kallað.   Það er lögmannsins að sanna bótaréttinn og svo hvert tjónið er.

Ennfremur þarf að skoða í hverju tilfelli hvort tjónþoli eigi rétt á öðrum bótum auk bóta úr umferðartryggingum,  eins og t.d. skv. ýmsum slysatryggingum, slysatryggingum almannatrygginga eða slysatryggingum fyrir launþega skv. kjarasamningi svo eitthvað sé nefnt. 

bottom of page