Almenna lögþjónustan ehf. kt. 580892-2809, Skipagötu 7, 600 Akureyri.   Sími: 460 9800 / almenna@alhf.is.  Banki: 1187-26-600001.  VSK. nr. 34835.

©2018 by Almenna lögþjónustan. Proudly created with Wix.com

Frítímaslys

Þau geta orðið við ýmsar aðstæður og þarf að skoða hvert tilvik nákvæmlega með tilliti til hvaða tryggingar koma til greina. Margir hafa frítímaslysatryggingar innifaldar í heimilistryggingum sínum. Aðrar tryggingar geta náð til atviksins allt eftir því hvernig slysið átti sér stað. Ef slys verður t.d. í ökutæki á leið í vinnu þarf að skoða t.d. slysatryggingar launþega og umferðartryggingar. Slysatryggingar launþega koma alltaf til skoðunar því sumir launþegar eru tryggðir í frítíma en ekki bara á leið til og frá vinnu og í vinnunni. Sá sem slasast við iðkun íþrótta getur verið sérstaklega slysatryggðir hjá Sjúkratryggingum Íslands og hjá íþróttafélagi og/eða sérsambandi. Nefna má ennfremur að þegar um er að ræða slys í ferðalögum erlendis þarf að skoða ferðaslysatryggingar og við slys af völdum dýra þarf að skoða ábyrgð eiganda og hans tryggingar.