top of page

Skaðabætur

Sá sem viljandi veldur öðrum tjóni,  eins og t.d. með líkamsárás, þaf að bæta afleiðingar þess með peningum,  þ.e. skaðabótum.  Slíkar kröfur er hægt að hafa uppi í refsimáli sem er höfðað gegn viðkomandi en líka er hægt að höfða einkamál.

Jafnvel þó tjóninu sé einungis valdið af gáleysi þarf sá gálausi að bæta tjón sem hegðun hans leiðir til.   Sumir bera jafnvel ábyrgð á hegðun annarra aðila.  Kunnasta dæmi þess er, að vinnuveitandi ber skaðabótaábyrgð á skaðaverkum sem starfsmenn hans valda af gáleysi í vinnunni. 

Skaðabótakröfur geta verið og eru venjulega afar flóknar og verður að fara vandlega yfir þessa þætti með skjólstæðingum.

bottom of page