
SLYSABÆTUR
Bótaréttur getur í sumum tilvikum fyrnst á einu ári frá slysi. Því þarf tjónþoli að bregðast nokkuð skjótt við og tilkynna hugsanlega kröfu. Ef ekkert innheimtist þarf ekki að greiða lögmannsþóknun. Því er áhættulaust að leita strax til okkar og láta okkur finna tryggingar og tilkynna mögulegar kröfur til að rjúfa fyrningu. Á fyrsta fundi okkar með tjónþola er farið yfir réttarstöðuna, feril málsins, fyrningar, tilkynningar, slysatryggingar, hugsanlega skaðabótaábyrgð og annað sem skiptir máli. Oft þarf að innheimta fleiri en eina tegund af tryggingum. Þessi fundur með tjónþola eru honum að kostnaðarlausu og venjulega er innheimtuþóknun hlutfallsbundin og þá þarf tjónþoli ekkert að borga fyrir þjónustu okkar nema hann fái einhverjar bætur sjálfur.