top of page
  • Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Hvers vegna virkar Ketó?

Updated: Nov 21, 2018

Hvað er það við ketómataræðið sem virkar svona vel á mig? Ég ákvað að leggjast í að skoða hvernig þetta virkar. Það fyrsta sem ég komst að er að enginn veit nákvæmlega hvernig þetta virkar. Efnaskipti líkamans eru afar flókin og þar að auki mismunandi eftir persónum. Það er því ekki skynsamlegt að gefa öllum sömu fyrirmælin í næringu eins og gert hefur verið áratugum saman af heilbrigðisyfirvöldum. Það er gott að hafa þetta í huga í þessu öllu saman, það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta virkar. Ketó virkar því ekki eins á alla. Sá sem þykist vita allt um efnaskipti líkamans ... er bara að þykjast því ENGINN veit þetta allt. Margt er þó vitað og það er mikið af fólki sem leggur mikið á sig við að afla þekkingar. Ég ætla að skoða þetta en ég fer ekki mjög djúpt í málin. Lög þekkingar eru mörg og það er bara of flókið að fara alveg niður í smæstu einingar og efnaskipti.


38 views0 comments

Comments


bottom of page