top of page
  • Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Hvað eru ketónar?

Updated: Nov 21, 2018

Hvað eru ketónar? Þeir voru fyrst uppgötvaðir á seinni hluta 19. aldar. Fyrsti kynnin af ketónum voru ekki góð því þeir voru fyrst uppgötvaðir á seinni hluta 19. aldar í þvagi illa haldinna sykursýkissjúklinga. Síðan hafa ketónar verið Ljóti andarungi næringarfræðinnar. Allir elska orðsifjafræði (margur heldur mig sig). 😊 Orðið ketónar á uppruna í orðinu Aketon sem er gamalt þýskt orðið yfir acetone. Acetone er litlaus frekar rokgjarn vökvi sem m.a. er notaður til að leysa upp naglalakk. Acetone þýðir eitthvað sem unnið er úr ediksýru, acetatic sýru. Acetum er edik á latínu. Orðið hefur sennilega orðið til úr setningunni, vinum acetum sem þýðir vín sem orðið er súrt. Uppruninn er acer sem þýðir beitt eða að stinga, vegna þess að súrinn stingur, fór acetum að þýða sýr og edik. Acet -one er svo hefbundinn grísk ending sem iðulega er sett á efnasambönd. Ketónar eru sem sé lífrænar sýrur, þ.e. hafa pH gildi lægra en 7. Þeir geta því sýrt blóðið. Það er til fullt af ketónum, alls kyns efnasambönd. Skilgreiningin eða skilyrðið er að efnasambandið eða mólekúlið innihaldi carbonyl hóp, R2C=0, til að það teljist til ketóna. Þ.e. hafi tvöfalt tengi milli kolefnis og súrefnis atóma. Þegar talað er um ketóna í LKM er hins vegar einungis átt við tvö efnasambönd þ.e. β-Hydroxybutyric sýru (lesist: beta-Hydroxybutyric (eða -butyrate sýra) og Acetoacetic (eða acetoacetate sýru.), þ.e. BHB og AcAc. BHB er reyndar ekki ketóni skv. skilgreiningu því það eru ekki tvö tengi á milli kolefnis og súrefnisatóma. Það er þó hefð fyrir að nefna þetta ketóna líka því virkni BHB er eins og AcAc og náin tengsl þar á milli.

BHB og AcAc eru búin til í lifur úr fitusýrum. Þau eru vatnsleysanleg og eru auðveldlega flutt til lífæra í blóðinu. Ketónar þurfa ekki insúlin til að komast inn í frumur eins og glúkósi þarf. Ferlið er því miklu einfaldara. BHB er búið til úr AcAc. BHB er aðalblóðketóninn og orkugjafinn. Aceton er enn einn ketóninn en hinir ketónarnir geta brotnað niður í aceton sem líkaminn notar ekki sem orkugjafa en losar sig við hann í gegnum lungu og húð með vatni. Það sem gerir BHB sérstakt sem orkugjafa er ekki bara hve auðveldlega það kemst inn í frumur heldur líka að næstum allar frumur líkamans geta nýtt sér BHB. Hvert líffæri hefur sér uppáhalds orkugjafa. Hjartað vill helst brenna fitu en helst ekki glúkósa. Hjartað notar reyndar helst laktat sem orkugjafa undir álagi. Lifur notar mest fitu. Heilinn er hins vegar vandfýsinn og brennir eingöngu glúkósa og já ketónum. Merkilegt því í heila er mikið af fitusýru og frumur hans hafa mitokondríu sem ætti að geta brennt fitu en gerir ekki. Hann er líka eyðslusamur eyðir 600 kal. á dag þó hann sé ekki nema um 1,5 kg þetta er tíu sinnum meira en aðrir vefir nota miðað við þyngd. Heilinn þarf því mikið súrefni og mikið blóðstreymi. Annað mikilvægt atriði, heilinn hefur engar glýkógen birgðir og þarf því að fá næringu og súrefni stanslaust, jafnóðum. Blóðsykurfall hefur því miklar afleiðingar. Ég hef lýst þeim annars staðar, þ.e. hendur titra, andlitsfölvi, sviti, kvíði, hraðari hjartsláttur og hungur. Ketónar eru til staðar í blóði allra en þeir sem borða mikið af kolvetnum hafa mjög lítið af slíkum í blóði. Ketónar aukast hjá öllum við hreyfingu og æfingar en eftir æfingu minnkar aftur magn ketóna í blóði. Nýburar eru í léttri ketósu ca. 0.5 mmol/ltr. Ef líkaminn hefur alltaf nóg af fæðu-kolvetnum til að brenna framleiðir hann ekki mikið af ketónum. Ef við takmörkum kolvetnaneyslu aukast ketónar í líkamanum. Við það aðlagast líkaminn og fer að brenna fitu sem aðalorkugjafa, meira um það síðar. Aðlögunin felst líka í því að ketónar sem fyrst voru notaðir í allt fara smám saman bara að vera fyrir heilann. Heilanum finnst mjög gott að brenna ketónum. BHB virkar sem lati á HDAC (histone deacetylase). Með því eykur BHB magn BDNF próteina ( brain-derived neurotrophic factor) í heilanum og TrkB merki í þeim hluta heila sem nefndur er dreki ( hippocampus). Drekinn er virkur í að kalla fram minningar og er mjög virkur t.d. í námi svo ketónar hækka einkunnir 😊 Þetta hefur líka mikilvæga þýðingu í meðferð á þunglyndi, kvíða og ýmiskonar skilvitlegum sjúkdómum (alzheimer, einhverfu, parkinson o.fl. o.fl.). Þessir sjúkdómar, þjáningar, þunglyndi, kvíði, einhverfa, alzheimar svo eitthvað sé nefnt eru að verða eins og faraldur, rétt eins og hjarta og æða sjúkdómar, sykursýki II, og skjaldkirtilsóregla. Það skyldi þó ekki vera að ofneysla kolvetna eigi þar sinn þátt í. Heilanum finnast ketónar góðir og hann virkar mun betur á þeim heldur en að nota eingöngu glúkósa.

Beta hydroxybutarate verður til úr Acetoacetate og acetonar eru úrgangurinn, skilast út með þvagi og öndun.

1,075 views0 comments

Comentários


bottom of page