KetóAðlögun felst í tvennu:
A. Líkaminn beinir smám saman meira og meira BHB ketónum til brennslu í heilanum.
Hlutfallið verður að lokum 50-70% BHB ketónar og 30%-50% glúkósi. Nóg er af fitu til að búa til ketóna fyrir heilann. Við lendum því ekki á veggnum við æfingar þ.e. þegar heilinn fær tremma yfir því að glúkósinn er búinn.
B. Líkaminn brennir meiri fitu.
Efnaskipti líkamans eru afar einstaklingsbundin. Venables et al. tilraun 2005, 300 einstaklingar þar á meðal íþróttamenn í toppþjálfun voru rannsakaðir. Geta til að brenna fitu á klst. var lægst 11 gr og hæst 60 gr, en meðaltalið var 28 gr. Phinney et al. 1983 tilraun með keto aðlögun. Lægst var 74 gr, hæst var 112 gr og meðaltal var 90 gr á klst. Meðaltalið var þrisvar sinnum hærra en hjá þeim er borðuðu kolvetni. En það þarf nokkrar vikur a.m.k. 2 til að aðlaga sig að kolvetnarýrðinni og venja líkamann við að brenna fitu. Maður á ketófæði brennir líka kolvetnum, því eins og þið munið getur líkaminn framleitt kolvetni og auk þess borðum við alltaf einhver tugi gramma af kolvetnum á hverjum degi. Ég vek athygli á því að kolvetnagaurinn sem gat brennt mest af fitu þ.e. 60 gr/klst brenndi minna en sá ketógaurinn sem MINNST brenndi þ.e. 74 gr og miklu minna en meðaltal ketóliðsins sem var 90 gr/klst. Fitubrennsla skilar mikilli orku því það eru 9 hitaeiningar í hverju gr af fitu (4 hitaeiningar í kolvetnum). Ketóaðlögun var fyrst lýst, svo vitað sé, af heimskautafaranum Frederick Schwatka árið 1880, sem sagði að það tæki mannskapinn venjulega um 2-3 vikur að aðlagast kolvetnalausa Inúíta mataræðinu. Sama sagði Vilhjálmur Stefánsson í sínum ferðum. Á þessu tímabili getur fólki liðið illa. Það er vegna þess að líkaminn losar sig við salt og sykur og þar með vatn. Því þarf einfaldlega að drekka vel af vatni og auka saltneyslu. Fínt að leysa upp súputeninga og drekka einu sinni á dag.
Comments