top of page
  • Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Er hægt að hætta að borða kolvetni?

Nei, kolvetni eru alls staðar.

Draga úr neyslu, 600 gr ofan í 50 gr.

Kolvetni eru t.d. í kjöti, þ.e. dýrið geymir kolvetni sem glýkógen í vöðvum og víðar sem við svo borðum. Við fáum kolvetni úr grænmeti og svo framvegis. Auk þess þurfum við trefjar sem eru kolvetni sem við ekki getum melt, a.m.k. hluti af trefjum. Við þurfum trefjar svo stuttar fitukeðjur myndist í meltingarfærum og þær eru mikilvægur orkugjafi og stuðlar að heilbrigðri flóru sem er grundvöllur góðrar heilsu. Hins vegar er þetta langur vegur frá því að borða lágmark hálft kg á dag af kolvetnum. Við erum að tala um 30 til 100 gr af kolvetnum á dag cirka, en þetta er illmælanlegt því t.d. getur verið mjög mismikið magn af kolvetnum í vöðvum dýra. Meginreglan er að til að ná ketósu þá má ekki borða meira en 50 gr á dag. Það er þó mjög misjafnt sumir geta borðað allt að 100 gr og aðrir verða að borða minna en 30 gr.

44 views0 comments
bottom of page