top of page
Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Af hverju svona fljótur að jafna mig eftir æfingar? Vitfirrt glýkólýsa?

Updated: Jul 18, 2019

Cory - hringurinn, (mjólkursýruhringurinn) er dæmi um glúkósanýmyndun, þ.e. gluconeogenesis. Cory hjónin settu fram þá tilgátu árið 1929, að líkaminn gæti breytt laktati í glúkósa. Glýkólýsa eða sykrurof er það kallað þegar líkamaminn breytir kolvetnum í orku. Í Cory hringnum fer fram loftfirrt (anaerobic) sykrurof (glýkólýsa) eða gerjun. Afurð sykurgerjuninnar er ekki alkahól eins og í sumri annari gerjun heldur mjólkursýra og laktat, sem fer til lifrar og er breytt þar aftur í glúkósa, sem er sendur aftur til vöðvanna. Kolvetnin eru sem sé ekki brotin niður í koltvíoxið og vatn heldur bara í laktat sem fer í þessar hringrás. Þetta er nefnt mjólkursýruhringurinn eða Cory-hringurinn. Tilgátan var svo sönnuð á 7. áratug síðustu aldar eða um 40 árum eftir að kenningin var sett fram.


... en hvað kemur það því við að jafna sig fljótar eftir æfingar á ketómataræði,... uhh það kemur.

Mjólkursýra hefur fengið vont orð á sig að ósekju. Menn halda að þeir verði þreyttir vegna þess að mjólkursýra hafi safnast upp í vöðvanum, þ.e. fæturnir þungir og slepjulegir og þreyttir. Það er í sjálfu sér rangt. Það sem veldur þessu er sýring blóðs og vöðvanna og henni veldur uppsöfnun vetnis jóna. Pýróþrúgusýru (pyruvic acid) er breytt í mjólkursýru (lactic acid) og við það missir vetnið rafeind sína og eftir situr plúshlaðin vetnisjón H+ (pH gildi blóðsins fellur, pH=potenz (magn) Vetnis/Hydrogen). Uppsöfnun vetnis jónanna veldur þreytutilfinningunni og hraðari og meiri öndun. Þetta hvarfast við natríum (Na í lotukerfi, líka nefnt natrín, sódíum og sódi, NaCl natríumklóríð er matarsalt) eða við kalíum (K í lotukerfinu, líka nefnt kalín og potassium) og úr verður salt sem heitir laktat (sem er sem sé salt eða ester af mjólkursýru). Laktat er svo sent í lifur og þar er hægt að breyta því aftur í pýróþrúgusykur með súrefni sem svo er aftur breytt í glúkósa (þrúgusykur). Hvorki laktat né mjólkursýra orsaka sem sé þreytu heldur uppsöfnun vetnis jóna. Laktat er hins vegar mikilvæg orkuuppspretta úr því að því er hægt að breyta aftur í glúkósa. Þetta efnaferli er til að skapa orku (ATP eindir). Efnaferlið er án súrefnis (anaeoribic) og er notað þegar hörgull er á súrefni.


Eftir að ég hætti að borða kolvetni er ég miklu fljótari að jafna mig eftir erfiðar æfingar og ég finn minna fyrir "mjólkursýruáhrifunum" á æfingum.


Ástæðan er vitanlega sú að ég nota núna miklu minna af kolvetnum til orkuframleiðslu því ég brenni fitu í staðinn og það er gert með súrefni allt niður í koltvísýring og vatn. Ég þarf því ekki þessa loftfirrtu (vitfirrtu) glýkólýsu til að framleiða orku og sit því ekki uppi með eins mikið af H+ jónum og ég gerði áður. Auk þess hef ég sennilega meira súrefni svo líkaminn grípur síður til loftfirrts sykrurofs. Mætti halda það a.m.k. vegna þess að RER og RQ staðlar eru mismunandi eftir því hvort viðkomandi brennir fitu sem aðalorkugjafa eða kolvetnum. Staðall VCO2/VO2 er 1 miðað við kolvetni en 0,7 miðað við fitu. Líkaminn verður minna súr og þarf því minna af súrefni, öndun verður hægari, þ.e. minni co2 framleiðsla en hún sýrir líkamann líka rétt eins og laktat framleiðslan.


Svo má kannski bæta þeirri kenningu við að líkaminn hreinsi e.t.v. vetnisjónir fljótar því laktat þarf að fara skjótar til lifur ef ekki er allt fullt og fljótandi af kolvetnum í öllum vösum og hirslum líkamans, þ.e. hann finnur að það þarf að drífa í frekari glúkósanýmyndun og flytur laktatið úr blóði í lifur með hraði.


221 views0 comments

Comments


bottom of page