top of page
  • Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Bósasaga snillings frá 14. öld

"Þrællinn spyr nú, hver gaur svo firna djarfur er, að slíkt lofar sér að gleypa. Herrauðr bað hann þegja, fúlan slána."

Þetta er úr Bósa sögu og Herrauðs, sem trúlega var rituð á Íslandi á íslensku á 14. öld, elsta varðveitta handritið er frá því um miðja 15. öld. Bósi hafði verið með miklar yfirlýsingar og Skálkur (þ.e. þrællinn) veltir fyrir sér hvaða firna djarfi gaur þetta sé sem leyfi sér að gubba slíku út úr sér. Herrauður var vitanlega ekki langt undan og sagði þrælnum að snarhalda kjafti. Skálkur var 12 manna maki en þeir fóstbræður vinna á honum í sameiningu. Bósasaga hefur verið flokkuð sem ein af fornaldarsögum Norðurlanda sem er þó ekki gömul nafngift því hún stafar frá fyrstu heildarútgáfu sagnanna árið 1829-30. Sagan er stutt, gamansöm og afar skemmtileg lesning. Auk þess er þetta eina íslenska skinnhandritið sem hefur að geyma beinar og ítarlegar lýsingar á samförum. Lýsingarnar eru snilldarlegar og fullar af kímni. Snilldarlíkingar eins og Jarlinn sem herða þarf í smiðjuaflinum, folinn og vínkeldan og fleira. Mæli með henni hún er hér.

Árni Björnsson skrifaði formála að Bósa sögu sem út var gefin 1971. Þar segir hann frá því láni að sagan skyldi hafa yfirleitt ratað á bókfell, eftir það var eftirleikurinn auðveldari þ.e. að endurrita hana. svo segir hann orðrétt: "Eftir það vinnur sagan sér þegnrétt meðal skrifaðra bóka og í rauninni er það af skyldri ástæðu sem nú er unnt að gefa hana út með þessum hætti og óstýtta: hún er hluti af okkar "dýrmæta bókmenntaarfi". En óvíst er, hvort ekki væri hægt að gera samskonar sögu upptæka sem klármrit ef hún væri skrifuð af einhverjum bögubósa árið 1971."


Sagðist hún aldrei hafa riðið hæggengara fola en þessum.

69 views0 comments
bottom of page