top of page
  • Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Að byrgja brunninn ... eða ekki?

Updated: Dec 10, 2018

Í ljósi þess að 70-80% af heilbrigðisútgjöldum hér á landi eru vegna langvinnra, lífsstílstengdra sjúkdóma, er það sláandi þversögn að eingöngu um 1,6% af heilbrigðisútgjöldum sé varið í forvarnir. Einhver kynni að halda að mesta og besta sóknarfærið til sparnaðar og bættrar heilsu landsmanna væri áróður

og forvarnarátak til að finna og breyta þessum voðalega lífsstíl, sem tengist þessum ægilegu sjúkdómum, sem plaga okkur nú og þjaka í svo stórum stíl. Ketófæði getur hjálpað mikið í baráttu við sjúkdóma, sbr. neðangreind tafla og margar greinar og tilraunir.

Gögn hrannast upp um að ketómataræði sé hollt og það hjálpi að berjast gegn fjölda sjúkdóma að taka það upp. Jafnvel lækni þá alveg eins og dæmi eru um.

44 views0 comments

Comments


bottom of page