top of page
  • Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Vaðlaheiðin fallega

Rauð jarðlög í litlum helli við Selá

Myndir frá litlu gili í Selá á Vaðlaheiði. Áin hefur grafið þar lítinn helli inn í rauð jarðlög. Rauðu lögin eru talin vera gróðurleifar sem hraunið hefur runnið yfir. Selá rennur niður í Fnjóská við Veturliðastaði. Upptök hennar eru í Selárvötnum, sjá myndir. Helgugil gengur suður frá Selárvötnum (mynd). Helga varð þar úti fyrir alllöngu síðan. Vestan við gilið er Leifsstaðafell. Þar er Merkjavarða sem markar Landamerki Steinkirkju og Veturliðastaða eða Grænuhlíðar, lína er dregin frá vörðunni niður í Merkjalind (mynd tekin frá vörðunni). Merkjavarða er í sumum heimildum talin vera á sýslumörkum.

49 views0 comments

Comments


bottom of page