top of page
  • Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Skáldsagan er íslensk uppfinning

Argentíska skáldið Jorge Luis Borges var víðlesinn og fróður enda skrifaði hann sín skáldverk á mörgum tungum. Örlögin voru álíka grimm við hann og þau voru rúmum 100 árum fyrr við Beethoven, sem varð heyrnarlaus um 45 ára og dó 10 árum síðar, en Borges var orðinn blindur um það bil 55 ára gamall og gat ekki lesið síðustu 30 ár ævi sinnar, því hann lærði aldrei blindraletur. Þetta var þó ekki það sem mér lá á hjarta og vildi deila með ykkur núna, heldur það sem Jorge ritaði um íslensku fornsögurnar. Hann ritaði: "Á 13. öld fundu Íslendingar upp skáldsöguna, list Cervantesar og Flauberts, en þeir héldu þessari uppgötvun sinni jafn leyndri frá umheiminum og landafundum sínum í Ameríku."


34 views0 comments

Comments


bottom of page