top of page

Örorkunefnd ríkisins

Miskatöflur

Miskatöflurnar eru notaðar sem mælikvarði á líkamstjón.   Atvinna skiptir ekki máli við þetta mat því það snýst ekki um fjárhagstjón,  eins og t.d. tekjumissi,  heldur ófjárhagslegt tjón (miska),  þ.e. rýrnun lífsgæða í frítíma.  Því er sama miskastig metið fyrir fingurmissi sama við hvað menn starfa,  þ.e. t.d. hvort viðkomandi er fótamódel eða píanóleikari.    Tjónið er óbætanlegt með peningum en búinn er til mælikvarði til að reikna út staðlað tjón.

Mistkatöflur breyttust um sumarið 2019.   Hér fyrir neðan er tengill í íslensku miskatöflurnar sem í gildi voru fyrir og eftir þann tíma.   Auk þess er tengill í dönsku miskatöflurnar því heimilt er að nota þær ef íslensku töflurnar eru hljóðar um viðkomandi atriði.   

Miskastig er það sama og svokölluð læknisfræðileg örorka.   Því er sami mælikvarði notaður,  þ.e. þessar miskatöflur,  við mat á miskastigi skv. skaðabótalögum og örorkustigi skv. slysatryggingum,  eins og t.d. slysatryggingum heimilistrygginga og flestum slysatryggingum launþega.

Miskatöflur:

Starfsreglur og gjaldskrá

bottom of page