top of page
  • Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Meira um glúkósanýmyndun.

Updated: Jul 18, 2019

Glúkósanýmyndun= gluconeogenisis. Líkaminn getur breytt sumum amónísýrum, laktati, glýseróli og jafnvel acetyl-CoA í glúkósa. Rannsóknir eru á glúkósanýmyndun eru á fullu en erfitt er að mæla hana. Ekki er vitað með vissu hver afköstin eru. Sumir fræðimenn telja að líkamaninn geti framleitt það mikið að hann fylli á glýkógen birgðir sínar. Aðrir telja framleiðsluna minni en það. Lengi hefur verið þráttað um hvort líkaminn geti breytt acetyl-CoA í kolvetni. Tiltölulega nýlega var sett fram rannsókn er segir að þetta sé hægt. Þetta er byggt á tölvulíkönum en ekki tilraunum á rannsóknarstofu. Ef það er rétt getur líkaminn einfaldlega breytt fitu í kolvetni, sem væru fréttir til næsta og þarnæsta bæjar. Þríglýseríð, þríester glýseróls með þremur fitusýrum er stórt mólekúl. Meginhluti fitunnar sem líkaminn notar til orku er þríglýserið (hinn hlutinn er phospholipids). Líkaminn getur sem sé bútað þetta mólekúl í sundur og breytt glýserólinu í kolvetni en lengi hefur verið deilt um hvort líkaminn geti breytt fitu í acetyl CoA og því svo í kolvetni. Hann getur það reyndar með því að fara ekki í krebbs hringinn með acetyl coa en það er önnur saga.

Acetyl-CoA, uppgötvað 1945 (Lynen & Lipman) er gríðarlega mikilvægt í efnaskiptum. Þetta er CoA, sýnt með rauðu þar sem acetyl hópurinn tengist. Frá upphafi hefur veirð deilt um hvort líkaminn geti breytt Acetyl-CoA í glúkósa. Nú hefur verið sýnt fram á með tölvulíkönum að líkaminn geti það.

72 views0 comments

Comments


bottom of page