Hvað gerist þegar kolvetni eru takmörkuð? Ég ítreka aftur það veit enginn alveg fyrir víst. Við vitum þó ýmislegt, nefna má þetta: 1. Insúlín framleiðsla minnkar. 2. Blóðsykur verður jafn. 3. Nýmyndun fitu úr kolvetnum stöðvast, þ.e. lypo-genesis hættir. 4. Blóðfita minnkar, þ.e. þrýgleseríð í blóði. 5. LDL kólesteról eindir stækka en fækkar 6. HDL Kólesteról eykst í hlutfalli við LDL 7. Glúkósanýmyndun eykst, gluconeogenisis. 8. Aðalorkugjafi líkamans verður fita. 9. Ketónmagn í blóði verður meira.
... en af hverju?
Comments