top of page
Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Insúlín.

Updated: Dec 10, 2018


Glúkósa sem insúlín getur ekki komið í brennslu/geymslu er breytt í fitu. Glúkósa er breytt í glýkógen og þrjú fitumólikúl eru hengd við og úr verður Þríglyseríð sem sett er í adipose/fituvefinn.

Insúlín: Þegar við borðum kolvetni fara af stað flókin efnaferli og meira að segja misjöfn eftir því hvernig kolvetni við borðum. Blóðsykur hækkar eftir kolvetnaríka máltíð, hve mikið er einstaklingsbundið. Í brisinu er insúlín framleitt. Hlutverk þess er að færa blóðsykur=glúkósa=þrúgusykur inn í frumurnar þar sem hann er nýtur til orkuframleiðslu. Hjá sumum getur þetta kerfi orðið óstöðugt og ónákvæmt. Jafnvel svo að frumurnar daufheyrast við banki insúlíns og opna ekki dyrnar, þ.e. insúlínónæmi getur myndast. Þá hækkar blóðsykur (hyperglycemia) og það er óhollt, úr getur orðið sykursýki II. Ef líkaminn er duglegur að losa glúkósa inn í blóðrásina og blóðsykur hækkar mikið við minnstu kolvetnaneyslu er ástandið eins og skógareldur. Fát kemur á kerfið, mikið insúlín er framleitt og sent af stað sem leiðir til þess að miklu meira en nóg af blóðsykri er fjarlægt. Þetta veldur blóðsykurfalli (hypoglycemia). Þá kveiknar á adrenalín kerfinu (semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins), hendur titra, andlitsfölvi, sviti, kvíði, hraðari hjartsláttur og hungur. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar varðandi insúlín ónæmi og því geta vísindin ekki skýrt það til hlýtar. Hins vegar hefur komið í ljós að ef kolvetni eru tekin úr fæðunni þá losna margir úr viðjum sykursýki II og lyfjagjöf er hætt. Tengsl eru á milli insúlínsónæmis og skjaldkirtils óreglu (hyper- og hypo- óreglu). Hvorutveggja er eins og faraldur í seinni tíð þ.e. bæði insúlínónæmi (sykursýki II og skjaldkirtilsóregla). Það er a.m.k. ljóst að gott er að nota þetta kerfi bara spari ef mögulegt, ónáða briskirtilinn sem minnst með insúlín framleiðslu. Það er gert með að hafa kolvetnaneyslu litla. Fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir kolvetnum, þ.e. fá miklar sveiflur í blóðsykri við kolvetnaneyslu ættu helst alveg að hætta að borða kolvetni í fæðu, svona eins og hægt er en gæta þess þó að fá nægar trefjar (sem eru kolvetni sem hafa ekki áhrif á blóðsykur eða lítil). Það leiðir til þess að blóðsykur verður jafn, jafnvel hjá kolvetnaviðkvæmum. dæmisaga: Ég er kolvetnaviðkvæmur/óþolinn. Ég fór til læknis fyrir 20 árum eða svo og spurði hvað í áranum væri að angra mig. Hann sagði mér það og ráðið var að borða meiri kolvetni. Síðan gerði ég það, hámaði í mig kolvetni, blandaði duft í vatn og hafði meðferðis kolvetnagel í löngum ferðum. Ég vildi að þessi læknir hefði frekar sagt við mig. "Ástæðan fyrir þessum ónotum er lár blóðsykur. Þú ert væntanlega viðkvæmur fyrir kolvetnum, þ.e. blóðsykur hækkar mikið við neyslu kolvetna og svo hrynur hann aftur niður þegar insúlíni er skóflað inn í blóðrásina. Þú getur vitanlega aukið blóðsykur með því að borða kolvetni og þá líður þetta hjá. Það er hins vegar bara skammtímalausn og reyndar ekki sérlega hollt vegna þess að þú setur af stað insúlín og adrenalín kerfi líkamans og fleira. Prófaðu frekar að hætta að borða kolvetni og sjáðu hvort líkaminn stilli ekki bara sjálfur rétt blóðsykurmagn í blóðinu."

130 views0 comments

留言


bottom of page