top of page
  • Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Hve gamalt er ketó ... sagan.

Sagan: Lágkolvetnamataræði (LKM) er ekki nýtt af nálinni, jafnvel nokkur þúsund ára gömul vísindi. Hippocrates sagði: Gerið matinn að læknislyfjum ykkar. En þetta voru a.m.k. alþekkt læknavísindi um miðja 19. öld. og varð reyndar vinsælt þá meðal almennings fyrir tilstilli William Bantins. Banting var of þungur. Hann leitaði til læknisins Williams Harvey, sem setti hann á LKM. Banting léttist mikið og árið 1862 gaf hann út 16 bls ritling um mataræðið. Ritlingurinn var þýddur á fjölda tungumála og náði mikilli útbreiðslu. Þetta var nefnt Banting mataræði og jafnvel talað um að banta í sömu merkingu og fara í megrun. LKM átti miklum vinsældum að fagna eitthvað á fyrstu áratugum 20. LKM var notað til að berjast gegn sykursýki og fogaveiki. Svo þegar lyf voru fundin þá var mataræði sleppt lausu en lyfjum ávísað í staðinn, það er svo auðvelt. Læknavísindin litu enn á LKM með velþóknun eins og t.d. William Osler sem var áhrifamikill maður í læknavísindum, skrifaði m.a. grundvallarrit í þeim fræðum sem út kom 1892 og talað þar vel um LKM. Ætli þetta hafi ekki snúist þegar kenningar um að metuð fita og kólesteról orsökuðu hjartaáfall fóru að festast í sessi. Þá var mettuð fita úthrópuð og þá varð eitthvað að koma í staðinn og það voru kolvetni. Nú vitum við hins vegar miklu meira um þetta og m.a. að mettaðar fitur eða kólesteról eru ekki vondar,,, málið er miklu flóknara en það. Það má því spyrja af hverju eru enn þessar þversagnir upp, þ.e. ekki borða sykur hann er vondur fyrir þig, en líka þú verður að borða sykur því hann er nauðsynlegur fyrir þig og það mikið af honum, 65% eða núna komið niður í 1/3 hjá ísl. landlækni. Þetta snýst sjálfsagt meira orðið um pólitík, efnahag og kannski bara hreinlega egó einstakra manna og skotgrafarhernað heilla stétta eins og næringarfræðinga og lækna sem halda fast við gömlu kreddurnar, íhaldskúrfar karlar og konur sem geta ekki annað en fordæmt í stað þess að taka þessu opnum örmum því LKM getur bætt líf fjölda fólks verulega. Fjöldi manna hefur barist fyrir LKM, og margar bækur skrifaðar. Þekktastur er hjartalæknirinn Robert C. Atkins sem byrjaði á þessu mataræði upp úr 1960 og gaf svo út bókina Dr. Atkins diet revolution árið 1972. Hann byggði bókina á rannsóknum sínum og athugunum. Hann var úthrópaður og vildu margir svipta hann læknaleyfinu en bókin seldist gríðarlega vel. Deilurnar voru hatrammar og hafa æ síðan verið það, og minna vísindalegar því miður. Menn ríghalda í gömlu kreddurnar og geta ekki bakkað frá stóru orðunum. Jafnvel risastór rannsókn (WHI) sem 50.000 konur tóku þátt í og stóð í 8 ár (1991-1999) sýndi að mataræðið sem yfirvöld mæla með er ekki svo heilsusamlegt. Það breytti engu um ráðgjöfina samt.


43 views0 comments

Commentaires


bottom of page