top of page
  • Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Fyrstu viðbrögðin, NEIKVÆÐNI.

Eiginkonan fór á Ketó og ég var ekkert nema neikvæðnin. Byggði bara á gömlum merg, þekkingu frá því í menntaskóla og skrifaði m.a. þetta 21. ágúst 2018:


1. matarkúrin væri öfgafullur, " ... öfgafullra matarkúra. Til dæmis sá matarkúr sem boðar að borða ekki sykur, þ.e. kolvetni. Núna er þetta markaðssett undir nafninu keto-diet, eða keto kúrinn."


2. þetta væri kennt við hina hræðilegu ketóna, sem væri sjúklegt ástand. "Reyndar er merkilegt að nokkur skuli láta sér detta í huga að eitthvað sé holt sem kennt er við ketóástand. Ketonsýrur safnast í blóði eða þvagi við vissa sjúkdóma til dæmis sykursýki og getur leitt til sýrueitrunar, sem er helsta dánarorsök sykursýkisjúklinga, skv. sumum heimildum."


3. gera lítið úr að líkaminn fari að brenna fitu " ... að „fitubrennslu-vél“ eins og þeir sem annast markaðssetninguna orða það.


4. Sagði að líkaminn væri gerður fyrir kolvetni. "Líkaminn er smíðaður til að brenna kolvetnum en hugmyndin er að venja hann af því með því að einfaldlega taka sykur af matseðlinum. Tilgangurinn er að láta líkamann brenna fitu en ekki sykri. Ef enginn er sykurinn þá brenni líkaminn fitu eins og enginn sé morgundagurinn, sem reyndar gæti orðið raunin. Þetta er nefnilega álíka gáfulegt eins og að ætla að venja bílinn af díselolíunni með því að gefa honum bensín í stað olíu."


5. Meðalhófið þ.e. að borða kolvetni, 1/3 eða 60% sé best. "Balanserað" mataræði. Við þurfum kolvetni.


Ég sá þó fljótlega að eitthvað væri til í þessu og ákvað að skoða málið nánar. Þá kom allt annað í ljós en haldið er fram í mörgum kennslubókum um lífefnafræði og líffræði. Næringarfræðin er að breytast með meiri þekkingu og ekki síst víðsýni.


42 views0 comments

Comments


bottom of page