top of page
  • Writer's pictureÞorsteinn Hjaltason

Fyrsta vísindaskáldsagan

Söguhetjur voru íslenskar í fyrstu vísindaskáldsögu sem rituð var (1620) Á árunum 1620-30 ritaði Jóhannes Kepler fyrstu vísindaskáldsöguna. Hann nefndi hana Somnium (Draumur). Aðalsöguhetjan var Íslendingar að nafni Duracotus og mamma hans Fiolxhilda. Kepler sagði að á gömlu landakorti sem hann hafði fyrir augunum hefði Fiolx (sennilega fjörður) fylgt mörgum nöfnum á stöðum og svo bætti hann við Hildur sem fylgdi mörgum norrænum nöfnum. Í sögunni fer Duracotus til tunglsins með hjálp móður sinnar og íslenskumælandi djöfuls. Kepler lýsir þekktum lögmálum stjörnufræði og er ritið til stuðnings sólarmiðjukenningum Kopernicusar. Kepler lýsir m.a. aðdráttarafli jarðar og tunglsins og punktinum þar sem kraftarnir eru í jafnvægi (Lagrange-punktur "uppgötvaðir" 1772), hvernig þyngdarkraftar tungls og sólar valda sjávarföllum o.fl. Newton setti fram sínar kenningar 1687. Fiolxhilda var norn sem sótti jurtir að rótum Heklu, gerði ýmis galdraseyði og seldi m.a. byr til sjófarenda. Somnium var notuð gegn móður Keplers sem haldið var 14 mánuði í fangelsi sökuð um að vera norn sem bruggaði galdraseyði en Duracotus átti margt sameiginlegt með Kepler eins og að hafa lært hjá Tycho Brahe og var stjörnufræðingur, svo sumum fannst sem þetta væri sjálfsævisaga (LOL). Kepler náði móður sinni lausri með snjallri vörn. Nefna má að neðanmálsgreinar Keplers í Somnium, þar sem hann útskýrir vísindalegan grunn sögunnar, eru töluvert lengri en sagan sjálf.

19 views0 comments

댓글


bottom of page