Vinnuslys

Launþegi, sem verður frá vinnu vegna slyss, hefur mörg úrræði til að takmarka tjón sitt.
Í sumum tilfellum er nauðsynlegt að um vinnuslys sé að ræða en í öðrum ekki.

Nefna má þessi úrræði:

  1. Veikindakaup í lágmarkstíma skv. lögum eða lengri ef kjarasamningur tryggir slíkt.
  2. Greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélags
  3. Greiðslur úr lífeyrissjóði,  venjulega þegar óvinnufærni hefur staðið í 6 mánuði og greiðir þá sjóðurinn 3 mánuðir aftur í tímann.
  4. Slysadagpeningar frá Sjúkratryggingum Íslands vegna vinnuslyss
  5. Sjúkrahjálp frá frá Sjúkratryggingum Íslands vegna vinnuslyss
  6. Örorkubætur frá Sjúkratryggingum Íslands vegna vinnuslyss
  7. Endurhæfingalífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins á endurhæfingatíma
  8. Lífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins
  9. Slysatrygging launþega vegna vinnuslysa,  vátrygging sem atvinnurekandi tekur skv. kjarasamningi
  10. Skaðabætur ef vinnuslys er vegna gáleysis annarra,  t.d. óforsvaranleg vinnuaðstaða (öryggismál ekki í lagi t.d.) eða einhver vinnufélagi hefur gert mistök og valdið slysinu,  sem verður þó ekki ábyrgur heldur atvinnurekandinn og tryggingarfélag hans greiðir bætur úr ábyrgðartryggingunni.