Mjög mikilvægt er að tjónþoli fari til læknis strax eftir slysið og lýsi þá öllum áverkum og meinum.

Mikilvægt er að tjónþoli lýsi öllum meinum, líka þeim sem honum finnst vera smámunir miðað við alvarlegri mein. Því síðar geta hin alvarlegu mein horfið en það sem minna var ágerst og þá er ekki gott að hafa ekki talað um þau mein strax eftir slysið heldur t.d. 6 mánuðum síðar.

Það þarf að tilkynna slys til vátryggingafélags og annarra aðila sem gera þarf kröfur á og það sem allra fyrst eftir slysið þvi kröfur geta fyrnst.   Fyrningartími er misjafn en kröfur í sumum málum geta fyrnst á einu ári en hann fer eftir tryggingaskilmálum og lögum.

Við förum yfir réttarstöðuna með tjónþola á fyrsta fundi. Hann fer heim með skjöl og ef hann vill nýta sér þjónustu okkar þá kemur hann aftur með skjölin undirrituð. Skjólstæðingur borgar ekkert fyrir þjónustu okkar í slysamálum nema hann fái einhverjar bætur. Við sjáum um að halda tjónþola skaðlausum, t.d. innheimta útlagðan kostnað og vinnutap.

Svo kemur að því að skjólstæðingurinn er orðinn varanlegur þ.e. meðferð og greiningu er lokið, þá sjáum við um að ráða matsmann eða menn og undirbúum skjólstæðing fyrir þann fund. Við fáum svo örorkumatsskýrslu frá matsmanni/mönnum og við gerum kröfur á félagið en skólstæðingur á síðasta orðið um það hverju eru tekið og hvernig.

< Til baka