Til að vera viss um að allur réttur til bóta sé að fullu kannaður og réttlát niðurstaða fáist. Þú gætir t.d. átt rétt á bótum frá fleiri en einum aðila, og úr fleiri en einni tryggingu. Þessu þarf öllu að halda til haga.

Til að þú getir einbeitt þér að því að ná góðum bata á meðan við sjáum um öll samskipti við tryggingafélög og aðra aðila sem máli skipta, með öflun gagna, innheimtu á tekjutapi/dagpeningum og innheimtu á útlögðum kostnaði svo eitthvað sé nefnt.

Tryggingarfélögin gæta sinna hagsmuna.  Þú þarft sérfræðing í bótamálum til að sinna þínum hagsmuna.

< Til baka