Á fyrsta fundi er farið yfir réttarstöðu þína , gang mála og ferlið  útskýrt. Þú ferð heim með minnispunktana og önnur skjöl af fundinum, lest þau í rólegheitum og hugsar málið.  Ef þú ákveður að ráða okkur í verkefnið ritar þú undir skjölin og kemur með þau til okkar aftur og við hefjum vinnuna fyrir þig.

Við sjáum um að halda þér skaðlausum, t.d. með að innheimta útlagðan kostnað og vinnutap. Beðið er með örorkumat þar til öll einkenni eru komin fram,  læknismeðferð og endurhæfingu er lokið og varanlegur árangur endurhæfingar er kominn í ljós. Þegar þetta tímamark er komið ráðum við matsmenn til að meta ástandið og hvernig það muni verða í framtíðinni. Þeir munu funda með þér og við undirbúum þig fyrir þann fund. Þegar við fáum örorkumatsskýrsluna í hendur gerum við kröfur á félagið á grunni hennar o.fl. og þú átt svo síðast orðið um það hverju eru tekið og hvernig. Þú borgar ekkert fyrir þjónustu okkar í slysamálum nema þú fáir einhverjar bætur.

< Til baka