1. Mjög mikilvægt er að þú farir strax til læknis eftir slysið og lýsir öllum áverkum og meinum. Allt frá þeim stóru til þeirra allra smæstu. Lítið mein getur stundum orðið alvarlegt þegar frá líður og þau stóru horfið.
  2. Mikilvægt er að fara yfir réttarstöðuna með sérfræðingi í skaðabótamálum og fá leiðbeiningar eða aðstoð um næstu skref.
  3. Það þarf alltaf að tilkynna slys til vátryggingafélags og annarra aðila sem málið varðar. Sumar kröfur vegna slysa geta fyrnst á einu ári, sumar fyrnast á 10 árum. Í öllum tilvikum er samt best að sinna rétti sínum sem allra fyrst eftir slys.
< Til baka