Engin þóknun er greidd nema þú fáir bætur.    Þóknunin er gerð upp í lok málsins.    Við leggjum út fyrir útlögðum kostnaði vegna gagnaöflunar eins og læknisvottorðum og örorkumati.    Þóknun er hlutfallsbundin þannig að ef bætur eru lágar er innheimtuþóknun líka lág, þannig að það er alltaf til einhvers barist.    Tryggingarfélögin greiða venjulega ekki neitt af innheimtuþóknun í málum út af slysatryggingum (nema í slysatryggingum skv. umferðarlögum og slysatryggingum sjómanna).    Ef um ábyrgðartryggingu er að ræða eins og t.d. í umferðarslysum greiðir tryggingarfélagið alltaf hluta af innheimtuþóknun og í sumum tilfellum greiða félögin innheimtuþóknun að öllu leyti.

Aðalatriðið er að ef engar bætur fást greiðir þú ekki lögmannskostnað.

< Til baka