Fyrirtækið

Við hjá Almennu lögþjónustunni ehf. veitum alhliða lögfræðiaðstoð fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við fylgjum málum eftir ef nauðsyn krefur og sjáum um flutning mála fyrir úrskurðarnefndum, stjórnvöldum, héraðsdómum og Hæstarétti Íslands.

Almenna lögþjónustan ehf. hefur frá upphafi lagt áherslu á skaðabótarétt og vátryggingarétt. Þá er um að ræða kröfur um bætur fyrir líkamstjón t.d. í umferðarslysum og vinnuslysum og bætur fyrir munatjón, sem beinist að vátryggingarfélögum eða kröfur um skaðabætur sem beinist að þeim sem ábyrgð ber á tjóni.

Almenna lögþjónustan ehf. var stofnuð 1992.  Almenna lögþjónustan ehf. var til húsa að Kaupvangsstræti 7, Akureyri frá 1992 til 1995 en þá flutti fyrirtækið í rúmlega 100 m² eigið húsnæði að Skipagötu 7, 2. hæð, Akureyri.   Starfsmenn eru 4. Þorsteinn Hjaltason lögmaður, Gunnhildur Anna Sævarsdóttir lögfræðingur,  Ragnheiður Harðardóttir, ritari og Hrafnhildur Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Um lögmenn er fjallað í lögum nr. 77/1998. Þar kemur fram að öllum lögmönnum er skylt að vera í Lögmannafélagi Íslands skammstafað LMFÍ, sjá nánar um LMFÍ á heimasíðu félagsins. Í tengslum við LMFÍ starfar úrskurðarnefnd lögmanna sem leysir úr málum skv. ofangreindum lögum, sjá nánar um þá nefnd hér. LMFÍ setur siðareglur fyrir lögmenn og er hægt að sjá þær siðareglur hér.

Starfsmenn hafa allir langa reynslu af vinnu við skaðabótum og eru þau langstærsti hluti verkefna fyrirtækisins.

Almenna lögþjónustan ehf.

kt. 580892-2809, vsk. númer: 34835

Banki:  1187-26-600001

Skipagötu 7, 2.hæð,

Pósthólf 32

IS 600 Akureyri,

Iceland

tel. 354 460 9800

fax: 354 460 9801

© - vefhönnun: blek